Færsluflokkur: Dægurmál

Jólin búin

Jæja komið nýtt ár. Nú fer allt að komast í venjulegt horf eftir jólin skólarnir að byrja og þá fer að komast jafnvægi á flesta hluti. Vona að sem flestir hafi notið jólanna.Smile

Hver borgar

Fréttir af mótmælum eru orðin aðal fréttir  í fjölmiðlum en kæru landar þið sem kastið eggjum og brjótið rúður ætli þið að borga þrifnaðinn og skemmdirnar sjálf eða hver á að borga? Þetta kalla ég ekki kreppu. Það er allt í lagi að mótmæla en að skemma og ráðast á lögregluna fynnst mér ekki í lagi. Af hverju er enginn fjölmiðill þar sem eitthvað gott er að gerast? Það er td mikið af börnum sem eru í íþróttum eða skátum eða einhverju skemmtilegu. Ég skora á alla fjöðmiðla að snúa sér að því sem vel er gert:Wink


mbl.is Rúður brotnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar voru fjölmiðlar?

Ég fór í bænagöngu á laugardaginn sem var mjög góð það var sungið niður allan Skólavörðustíginn og áfram alveg á Austurvöll. Þar töluðu margir bæði frá Þjóðkirkjunni og öðrum trúfélögum. Að þessu loknu rölti fólk heim á leið engum eggjum kastað í Alþingishúsið og engin skrílslæti. Ég horfði á fréttir um kvöldið og hvað var í fréttum jú mótmælafundur seinna um daginn nokkrir með læti en nóg til þess að FJÖLMIÐLAR sáu ástæðu til að fjalla um það. Er ekki komin tími til að horfa líka á það sem vel er gert.Wink


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband